Tímamótasigur í Bláskógabyggð

Helgi Kjartansson og félagar á T-listanum mynda nýjan meirihluta í Bláskógabyggð.

T-listi Tímamóta fékk 306 atkvæði á móti 195 atkvæðum Þ-lista áhugafólks um sveitarstjórnarmál í Bláskógabyggð.

Á kjörskrá voru 638 og kusu 524 eða 82,1%.

Sveitarstjórn er því þannig skipuð:

1. Helgi Kjartansson (T)
2. Margeir Ingólfsson (Þ)
3. Jóhannes Sveinbjörnsson (T)
4. Valgerður Sævarsdóttir (T)
5. Smári Stefánsson (Þ)
6. Drífa Kristjánsdóttir (T)
7. Sigurlína Kristinsdóttir (Þ)