Tímamóta friðlýsing menningarlandslags í Þjórsárdal

Í Þjórsárdal. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti í dag friðlýsingu menningarlandslags í Þjórsárdal í Árnessýslu.

Friðlýsingin sameinar minjar 22 fornbýla í Þjórsárdal sem eina heild, auk umhverfis þeirra og annarra fornminjar á svæðinu og er ætlað að standa vörð um þau verðmæti sem felast menningarlandslagi dalsins.

Þjórsárdalur geymir einstakar minjar sem spanna tímabilið frá landnámi fram á miðaldir en svæðið er lítt snortið af síðari tíma framkvæmdum. Dalurinn hefur ótvírætt rannsóknargildi fyrir fræðimenn enda má rekja upphaf nútíma fornleifarannsókna á Íslandi til viðamikilla rannsókna sem gerðar voru í dalnum árið 1939.

„Þessi friðlýsing er ákveðið brautryðjendastarf í minjavernd hér á landi. Fram til þessa höfum við einkum horft til þess að friðlýsa einstaka minjastaði en mikilvægt er einnig að horfa til samspils mannsins og náttúrunnar sem hann lifir og hrærist í og vernda þá sögu. Minjar í Þjórsárdal eru dýrmætar heimildir um líf forfeðra okkar og ég fagna því að þessi sögufrægi staður njóti nú aukinnar verndar sem ein minjaheild,“ segir Lilja.

Minjarnar Þjórsárdal eru mjög viðkvæmar en með því að friðlýsa þær í heild má betur bregðast við ýmsum ógnum og nýta tækifæri með markvissum aðgerðum og stýringu. Friðlýsing menningarlandslagsins mun einfalda alla framkvæmd minjavörslu á svæðinu.