Tillögur í hönnunarsamkeppni til sýnis

Í dag kl. 16 verða úrslit úr opinni samkeppni um hönnun á stækkun verknámsaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suðurlands kunngjörð í húsnæði skólans.

Alls bárust 25 tillögur í samkeppnina og verða þær allar til sýnis á næstu dögum í skólanum. Sýningin verður opin almenningi 15.-16. júní kl. 11-14,17. júní kl. 10-12, 18.-21. júní kl. 9-15 og 24.-28. júní kl. 11-14.

Fyrri greinFyrirlestur um áhrif jarðskjálfta á þéttbýlissvæði
Næsta greinBæjarfulltrúarnir verða áfram níu