Tillaga að stjórn og nefndum Bárunnar

Uppstillingarnefnd Bárunnar-stéttarfélags kom saman í vikunni og fór yfir uppástungur einstaklinga í stjórn og nefndir félagsins. Aðalfundur Bárunnar verður haldinn þann 5. maí næstkomandi.

Nefndin var sammála um þau nöfn sem talin eru upp hér að neðan. Einnig barst nefndinni framboð frá Vernharði Stefánssyni, bílstjóra hjá MS á Selfossi, þar sem hann býður sig fram til formennsku í félaginu.

Tillaga uppstillingarnemdar í stjórn og nefndir Bárunnar-stéttarfélags:

Kjör til formanns: Halldóra Sigríður Sveinsdóttir.

Í stjórn eru tilnefnd: Ragnhildur Eiríksdóttir og Jón Þröstur Jóhannesson.
Varamenn í stjórn: Hermann Ingi Magnússon, Loftur Guðmundsson og Hjalti Tómasson.

Stjórn sjúkrasjóðs: Halldóra S Sveinsdóttir, Ragnhildur Eiríksdóttir, Jón Þröstur Jóhannesson, Hreiðar Jónsson og Benedikt Ásgeirsson.
Til vara: Hanna Lára Bjarnadóttir, Unnar Ólafsson og Ingvar Garðarsson.

Úthlutunarnefnd vinnudeilusjóðs: Halldóra S Sveinsdóttir, Sigurborg Sævarsdóttir og Gunnar Gunnarsson.
Til vara: Jón Þröstur Jóhannesson og Hjalti Tómasson.

Kjörstjórn: Unnar Ólafsson og Þorleifur Sívertsen.
Til vara: Halldóra S Sveinsdóttir og Loftur Guðmundsson.

Uppstillingarnefnd: Jóhannes Óli Kjartansson, Stefán Friðgeirsson og Hjalti Tómasson.
Til vara: Loftur Guðmundsson.

Skoðunarmenn reikninga: Þorleifur Sívertsen og Úlla Hillers.
Til vara: Unnar Ólafsson og Hreiðar Jónsson.

Fyrri greinNemendur Hvolsskóla Varðliðar umhverfisins
Næsta greinBlandað lið Selfoss í 2. sæti á Íslandsmótinu