Tilkynnt um torkennilegan hlut á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi girti af svæði við Egilstorg á Selfossi í kvöld eftir að tilkynnt hafði verið um torkennilegan hlut fyrir utan fjölbýlishús við Háengi.

RÚV greinir frá því að hluturinn hafi verið á stærð við kveikjara. Hann hefur nú verið fjarlægður og er aðgerðum lögreglu lokið. Lögreglan rannsakar nú hvers eðlis hluturinn er.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is rannsakaði lögreglan einnig svæði við Fjölbrautaskóla Suðurlands á sama tíma.

Fyrri greinStór skellur að Hlíðarenda
Næsta greinKristján og Glámur sigruðu á vel heppnuðum Vetrarleikum