Tilefni til að fagna

Rakel og Hanna Margrét voru vonum glaðar að vera búnar að setja heimasíðuna, tilefni.is, í loftið. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Fyrirtækið Tilefni hélt glæsilegt opnunarteiti á Sviðinu á Selfossi í gærkvöldi í tilefni þess að að heimasíða fyrirtækisins er komin í loftið.

Tilefni sérhæfir sér í veisluvörum, skreytingum og öðru fyrir veislur og hefur stækkað hratt síðan það var stofnað í maí 2023 af vinkonunum Hönnu Margréti Arnardóttur og Rakel Guðmundsdóttur.

Góð tilfinning
„Það er rosalega góð tilfinning að vera loksins búnar að opna heimasíðuna. Við erum búnar að vera að vinna í henni í rúmlega hálft ár, það er setja hana upp, mynda vörurnar og setja síðuna upp sjálfar, þannig við vorum orðnar mjög spenntar að koma henni í loftið og sýna ykkur allt sem við höfum uppá að bjóða. Við eigum svo eftir að bæta inn nýju vörunum okkar inn á síðuna, það ætti að gerast á næstu vikum,“ segir Rakel í samtali við sunnlenska.is.

Hanna Margrét segir að nú séu vörur þeirra og þjónusta mun aðgengilegri fyrir fólk sem er í veisluhugleiðingum. „Við höfum hingað til verið að svara hverjum og einum persónulega sem hefur sent á okkur og sent þeim vöruúrvalið okkar. Núna þegar heimasíðan er komin í loftið getum við eytt meiri tíma í að setja hana upp og setja inn nýjar vörur og hvernig þjónustan okkar virkar þar sem viðskiptavinir geta skoðað með auðveldum hætti.“

Orðlausar yfir viðtökunum
Í janúar síðastlinum tók sunnlenska.is viðtal við þær stöllur um Tilefni og upphaf þess. Þó að það séu aðeins liðnir tveir mánuðir síðan viðtalið birtist þá hefur mikið breyst hjá vinkonunum og fyrirtækið búið að stækka og dafna enn frekar.

„Það er búið að vera stappað að gera hjá okkur núna síðustu mánuði og við erum ótrúlega þakklátar fyrir það. Erum eiginlega orðlausar yfir viðtökunum. Það er búið að vera sérstaklega mikið að gera í skreytingaþjónustunni, við erum búnar að vera mikið að skreyta fyrir árshátíðir og svo hefur aukist talsvert í pöntunum hér á Suðurlandi, sem við elskum,“ segir Hanna Margrét.

Svífa inn í helgina á bleiku skýji
Vinkonurnar voru sammála um að opnunarpartýið í gær hafi heppast ákaflega vel. „Það var góð mæting og ennþá betri stemning. Við vorum með frístandandi skjá frá Skjálausnum þar sem við opnuðum heimasíðuna með gestum og svo gátu þeir skoðað heimasíðuna þar. Einnig vorum við með ýmsar leiguvörur frá okkur sem við notuðum sem skreytingar á Sviðinu og þetta gekk allt betur en við þorðum að vona, svo að við svífum inn í helgina á bleiku skýi,“ segir Rakel

„Nú geta allir nælt sér í fallegar veisluvörur inn á www.tilefni.is og endilega fylgjast með næstu vikur þar sem við eigum von á sendingu. Svo eru helgarnar fljótar að fyllast hjá okkur í sumar, þannig að það er gott að vera tímanlega í að bóka til dæmis skreytingaþjónustu og leiguvörur,“ segir Rakel að lokum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í opnunarteitinu.

sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
sunnlenska.is/Jóhanna Petersen
Fyrri greinMæmaði hann bara lagið?
Næsta greinStjarnan sterkari á lokakaflanum