Tilboð lægst­bjóðanda 45% af kostnaðaráætlun

Gríðarlega mikill munur var á tilboðum sem bárust í hitaveitulögn Vaðnes – Borg 3. áfangi sem opnuð voru í lok ágúst.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafnings­hrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að semja við lægst­bjóðanda, Sigurð Karl Jónsson og hefur falið sveitarstjóra að undirrita samninginn.

Tilboð Sigurðar Karls hljóðaði upp á rúmar 22,8 milljónir króna en kostnaðaráætlun verksins var rúmar 49,8 milljónir króna. Lægsta tilboðið er því er ekki nema 45% af kostnaðaráætlun.

Önnur tilboð í verkið voru frá Gröfutækni ehf. 27,2 milljónir, Sigurjóni Hjartarsyni 29,1 milljón, Steinbergi 30,0 milljónir, Suðurtaki ehf. 31,6 milljónir, BD-vélum 35,9 milljónir, Vatnsklæðningu ehf. 38,5 milljónir, RBG Verktökum 39,2 milljónir, Vélgröfunni ehf. 49,7 og Görpum ehf. kr. 78,3 milljónir..

Fyrri greinVerðbætur reyndust 108 milljónir króna
Næsta greinSelós og Vaðlaborgir kaupa GHS