Tiger opnar á Selfossi

„Við stefnum á að opna verslunina laugardaginn 25. október ef allt gengur upp. Við höfum stefnt á það lengi að koma á Selfoss og nú er það að verða að veruleika enda búin að finna fínt húsnæði.“

Þetta segir Sandra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Tiger á Íslandi, en fimmta Tiger verslunin verður opnuð á Austurvegi 56 á Selfossi, þar sem ísbúðin var áður til húsa.

Hinar verslanirnar eru í Kringlunni, Smáralind, á Laugaveginum og á Akureyri.

Tiger er dönsk verslunarkeðja sem leggur áherslu á sölu á ódýrum varningi til heimilisins. Ásta Þóra Gísladóttir hefur verið ráðin verslunarstjóri á Selfossi en til stendur að ráða eina manneskju í viðbót og í einhver hlutastörf.

Fyrri greinHummus að hætti Kris Carr
Næsta greinLilja Einars: Lækkun leikskólagjalda í Rangárþingi eystra