Tíð skemmdarverk í miðbæ Selfoss

Starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar eru orðnir langþreyttir á skemmdarverkum í Sigtúnsgarðinum í miðbæ Selfoss.

Meðal annars er búið að brjóta friðartréð sem gróðursett var í sumar og skorið hefur verið á uppbindingar á nýjum reynitrjám og sömuleiðis á öspunum sem voru gróðursettar í garðinum í síðustu viku.

Málið er til skoðunar hjá sveitarfélaginu en Marta María Jónsdóttir, umsjónarmaður umhverfis- og framkvæmda hjá Árborg, segir að þar á bæ séu menn orðnir langþreyttir á ástandinu.

Fyrri greinLeikjatörn í handboltanum
Næsta grein„Fyrst og fremst svekktur og sár“