Seint á sjötta tímanum barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um alvarlegt slys við Hvítá í Hrunamannahreppi, þar sem dráttarvél hafði lent í ánni.
Lögregla, sjúkraflutningar, björgunarsveitir, slökkvilið, björgunarsveitir og tvær þyrluáhafnir Landhelgisgæslu eru nú við björgunarstörf á vettvangi.
UPPFÆRT KL. 19:30 Ökumaður dráttarvélarinnar er fundinn og var hann fluttur með þyrlu til Reykjavíkur.
Nánari upplýsingar um slysið er ekki unnt að veita en lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum þess.
