Þyrlan leitaði á Eyrarbakka

Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til leitar að týndum einstaklingi á Eyrarbakka.

Þetta kemur fram í Facebookfærslu frá Björgunarsveitinni Björg laust eftir klukkan eitt í nótt þar sem upplýst var um ferðir þyrlunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu fannst viðkomandi heill á húfi um klukkan tvö í nótt.

Fyrri greinMagdalena og Kristín sæmdar pólskri heiðursorðu
Næsta greinFjallvegum lokað vegna Skaftárhlaups