Klukkan 16:20 í dag voru Björgunarsveit Biskupstungna og Hjálparsveitin Tintron í Grímsnesi kallaðar út ásamt lækni og sjúkraflutningamönnum frá HSu, vegna einstaklings sem hafði slasast við Langjökul.
Útkallið var á hæsta forgangi og var þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis kölluð á vettvang. Tungnamenn ferjuðu sjúkraflutningamenn á staðinn og aðstoðuðu við að koma hinum slasaða um borð í þyrluna, sem flaug svo með viðkomandi á slysadeild Landspítalans.

