Þyrlan lenti í hringtorginu við Hveragerði

Þyrlan tekur á loft frá hringtorginu í Hveragerði. Ljósmynd/Lárus Guðmundsson

Vegna ófærðar annaðist þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sjúkraflug frá Hveragerði til Reykjavíkur í dag.

TF-EIR lenti á hringtorginu við Hveragerði þar sem sjúklingurinn var tekinn um borð og hann síðan fluttur á Landspítalann. Hjálparsveit skáta í Hveragerði aðstoðaði við flutninginn innanbæjar í Hveragerði.

Hellisheiðin hefur verið lokuð frá því klukkan 1:30 í nótt og Þrengslunum og Suðurstrandarvegi var lokað í morgun.

Sjúklingurinn fluttur um borð í þyrluna við Hveragerði. Ljósmynd/Landsbjörg
Fyrri grein„Vorum virkilega ánægð með íbúafundinn“
Næsta greinGul viðvörun fram á þriðjudagskvöld