Þyrla sótti veika rjúpnaskyttu

Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björg­un­ar­sveit­ir á Suðurlandi voru kallaðar út eft­ir há­degi vegna veikr­ar rjúpna­skyttu. Jafn­framt var óskað eft­ir aðstoð áhafn­ar þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

mbl.is greinir frá þessu.

Þyrl­an fór í loftið í Reykja­vík klukkan rúm­lega tvö og var kom­in á vettvang klukk­an 15:10 en maðurinn var stadd­ur vest­ur af Kirkju­bæj­arklaustri, fjarri þjóðveg­um.

Þyrl­an lenti með sjúk­ling­inn við Land­spít­al­ann í Foss­vogi skömmu fyr­ir klukk­an 16.

Frétt mbl.is

Fyrri greinGuðmundur Fylkisson hlaut viðurkenningu Barnaheilla
Næsta greinBrunavarnir Árnessýslu kaupa björgunarstigabíl