Þyrla sótti slasaðan sleðamann

TF-EIR. Mynd úr safni. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til laust fyrir hádegi í dag til að flytja vélsleðamann sem lenti í slysi á Mýrdalsjökli á Landspítalann.
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu RÚV.

Þyrlan var á flugi við Skaftafell þegar hún var kölluð til en sá slasaði var kominn á Landspítalann um tuttugu mínútur yfir eitt. Ekki er vitað um ástand þess slasaða.

Frétt RÚV

Fyrri greinHamar með aðra höndina á titlinum
Næsta greinSelfyssingar strönduðu á Haukavörninni