Þyrla sótti slasaðan mann

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Maður var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík síðastliðinn laugardag eftir að hann hafði velt fjórhjóli sem hann ók ofan í skurð á túni við sveitabæ í Landeyjum.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að ekki sé vitað um líðan mannsins að öðru leiti en því að áverkar hans voru ekki taldir lífshættulegir.

Fyrri greinSlasaðist þegar framdekk datt undan reiðhjóli
Næsta greinKjúklingur innkallaður vegna gruns um salmonellu