Þyrla sótti slasaðan hjólreiðamann

Þyrlan tekur á loft frá vettvangi slyssins í dag. Ljósmynd/Hjálparsveitin Tintron

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um miðjan dag í vegna hjólreiðamanns sem talinn var vera alvarlega slasaður á leiðinni inn að Kerlingarfjöllum.

Auk þyrlunnar voru Hjálparsveitin Tintron í Grímsnesi, Björgunarsveit Biskupstungna og Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kallaðar út ásamt sjúkrabíl frá Selfossi.

Þyrlan var fyrst á vettvang og flutti hún hinn slasaða á Landspítalann, þar sem hún lenti uppúr klukkan 17. Meiðsli hjólreiðamannsins reyndust ekki eins alvarleg og í upphafi var talið.

Fyrri greinGlæsilegur árangur á NM unglinga
Næsta greinKFR í toppmálum – Róðurinn þungur hjá Stokkseyri