Þyrla sótti slasaðan göngumann við Gígjökul

Björgunarvettvangurinn frá sjónarhorni sigmanns Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um miðjan dag í dag vegna slasaðs göngumanns við Gígjökul.

Þegar þyrlan kom á staðinn var björgunarsveitafólk komið að manninum og var ákveðið að hífa hann um borð í þyrluna. Að því búnu var flogið með göngumanninn á Landspítalann í Fossvogi.

Þetta var þriðja útkall á TF-GRO á rétt rúmum sólarhring.

Fyrri greinÖruggur sigur Selfoss á heimavelli
Næsta greinKristín tekur sæti í bæjarstjórn