Þyrla sótti slasaðan fjórhjólamann

Hinn slasaði fluttur um borð í þyrluna á Mælifellssandi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna slasaðs fjórhjólamanns við fjallið Strút á Mælifellssandi.

Þegar þyrlan kom á vettvang voru sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarfólk á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar komin á staðinn og hlúðu þar að manninum.

Hann var fluttur þaðan með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

Fyrri greinSelfyssingar skelltu Íslandsmeisturunum
Næsta greinUppsveitir röðuðu inn mörkum