Þyrla sótti göngumann á Hlöðufell

Ljósmynd/Björgunarsveitin Ingunn

Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall fyrir hádegi í gær þar sem maður á göngu á Hlöðufelli hafði óskað eftir aðstoð sökum brjóstverkjar.

Voru björgunarmenn ásamt sjúkraflutningsmönnum komnir langleiðina á vettvang til að aðstoða þegar þyrla Landhelgisgæslunnar mætti á staðinn og flutti manninn til Reykjavíkur.

Fyrri greinÆgismenn sterkir á lokakaflanum
Næsta greinHamar úr leik í bikarnum