Þyrla sótti göngukonu á Laugaveginn

Lending þyrlunnar undirbúin í morgun. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út um klukkan 10 í morgun vegna göngukonu á Laugarveginum sem hafði brotnað illa.

Nálægur hópur björgunarsveitarfólks á hálendisvakt fór á vettvang og hlúði að konunni.

Sökum tvísýnna aðstæðna á vettvangi voru fleiri hópar sendir á vettvangt frá Suðurlandi, allt gekk þó vel og var konan flutt á heppilegan lendingarstað þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar lenti og flutti konuna til Reykjavíkur.

Á Facebooksíðu Landsbjargar kemur fram að þetta útkall sé eitt af fjölmörgum dæmum um gott samstarf viðbragðsaðila sem sameinaðir tryggja öryggi fólks og bjarga mannslífum.