Þyrla sótti fótbrotinn ferðamann

Hinn slasaði hífður um borð í þyrluna. Ljósmynd/Landsbjörg

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag ferðamann sem hafði slasast á leið sinni upp að Svartafossi í Skaftafelli.

Ferðamaðurinn hafði runnið á klakabunka og fótbrotnað.

Björgunarsveitarfólk úr Öræfum kom honum til aðstoðar og bjó um hann til flutnings með þyrlu sem var mætt á svæðið um klukkan 17 í dag.

Fyrri greinRúta þverar veginn við Pétursey
Næsta greinGönguhópar villtir í snarvitlausu veðri