Þyrla kölluð út vegna slysaskots

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld vegna einstaklings sem varð fyrir skoti í Árnessýslu.

Morgunblaðið hefur eftir Garðari Má Garðarssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi, að málið sé til rannsóknar og eins og staðan sé núna sé það rannsakað sem slysaskot.

Tilkynning um slysið barst kl. 18:20 en frekari upplýsingar verða ekki veittar að svo stöddu.

Fyrri greinEr gjörsamlega ónothæfur í eldhúsinu
Næsta greinKV stigahæstur í sigri á KV