Þyrla kölluð út vegna slasaðrar konu í Bjarnarfelli

Mynd úr safni. Ljósmynd/Björgunarfélag Árborgar

Björgunarsveitum í Árnessýslu barst útkall klukkan 15:30 í dag vegna konu sem hafði slasast á göngu í Bjarnarfelli í Biskupstungum.

Þó nokkur gangur er að konunni sem er í brattri hlíð og erfitt aðgengi er að slysstað. Nokkrir hópar björgunarfólks eru lagðir af stað á vettvang og óskað hefur verið eftir þyrlu frá Landhelgisgæslunni.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að konan sé slösuð á fæti og var að ferðast með hópi fólks. Ekki er mikið vitað um líðan hennar.

Fyrri greinHöfðingleg gjöf til HSU í Vík
Næsta greinHamar byrjar vel í Lengjunni