Þyrla kölluð til á Öræfajökli

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Laust eftir klukkan þrjú í dag óskaði lögreglan á Suðurlandi eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slasaðs einstaklings í um 890 metra hæð ofan Sandfellsheiðar í suðvestanverðum Öræfajökli.

Björgunarsveitir frá Hornafirði og Öræfum voru þá lagðar af stað á vettvang, en torfært að koma viðkomandi til byggða.

TF-EIR lagði af stað frá Reykjavík kl. 15:53 og hinn slasaði var kominn um borð í þyrluna á vettvangi kl. 17:06. Flogið var með hinn slasaða í Freysnes þar sem sjúkrabíll tók við honum.

Þetta var fyrsta útkall TF-EIR, sem er ný þyrla hjá gæslunni og nýttist hún vel í verkefnið, en hún flýgur um 20 hnútum hraðar en eldri þyrla gæslunnar og kemur það að notum við lengri ferðir eins og t.d. í dag.

Fyrri greinKFR vann grannaslaginn
Næsta greinFimm alvarlega slasaðir eftir flugslys við Múlakot