Þyrla flutti tvo á sjúkrahús

Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík eftir bílveltu á Suðurlandsvegi, austan við Vík í Mýrdal á ellefta tímanum í morgun.

Sól var lágt á lofti og er talið að ökumaður bílsins hafi blindast af henni og ekið útaf.

Tveir voru í bílnum og var ökumaður bílsins talsvert slasaður, en farþeginn minna. Þeir voru báðir fluttir með þyrlu til Reykjavíkur.

Fyrri greinTvö töp á tveimur dögum
Næsta greinSkógræktin metur bindingu í skógi BYKO á Drumboddsstöðum