Þyrla flutti tvo á sjúkrahús

Mynd úr safni. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Björgunarsveitir í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út í hádeginu í dag vegna mótorhjólaslyss á Skjaldbreiðarvegi, sunnan við Sandvatn í Biskupstungum.

Útkallið barst klukkan 12:46 og aðstoðuðu björgunarsveitirnar sjúkraflutningamenn og lögreglu á vettvang.

Tveir slösuðust í slysinu og voru þeir fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.

Fyrri greinSif leggur skóna á hilluna
Næsta greinJÁVERK rafvæðir bílaflotann