Þyrla flutti slasað barn á sjúkrahús

Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðastliðið laugardagskvöld varð 9 ára barn undir bíl í Brekkuskógi í Biskupstungum. Barnið hlaut áverka á öxl og brjóstkassa og var flutt til aðhlynningar á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Þar kemur einnig fram að ökumaður bifhjóls hafi brotnað á fingrum þegar hann missti stjórn á hjóli sínu við framúrakstur í lausamöl á Grafningsvegi efri síðastliðinn mánudag. Hann var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús.

Sama dag fótbrotnaði drengur í árekstri bíls og vespu, sem hann ók, við Egilstorg á Selfossi. Drengurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús.

Fyrri greinUppbygging innviða
Næsta greinBlómleg atvinnustarfsemi í Hveragerði – allra gróði