Þurrasti júlímánuður frá upphafi mælinga

Heyskapur á bjartri, heiðri júlínótt. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Nýliðinn júlímánuður var óvenjulega þurr um landið sunnan- og vestanvert. Mjög þurrt var á Snæfellsnesi og allt austur að Höfn. Á allmörgum veðurstöðvum mældist heildarúrkoman innan við 10 mm og er víða sú minnsta sem vitað er um í júlí.

Á Vogsósum í Ölfusi mældist heildarúrkoma mánaðarins aðeins 0,9 mm. Við Írafossvirkjun í Grímsnesi mældist heildarúrkoma mánaðarins 4,9 mm sem er aðeins um 5% af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Á Vatnskarðshólum í Mýrdal mældust einnig aðeins 4,9 mm sem er það langminnsta sem mælst hefur þar. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 11,6 mm sem er það minnsta sem hefur mælst þar í júlímánuði.

Þetta kemur fram í samantekt Veðurstofunnar um tíðarfar í júlí 2023.

Fyrri greinHamar með þrjá í röð
Næsta greinBergrós að gera frábæra hluti í hitanum í Madison