Þungt haldinn eftir eldsvoða í Hveragerði

Frá slökkvistarfinu í gærkvöldi. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Einn liggur þungt haldinn á Landspítalanum vegna reykeitrunar eftir að eldur kom upp í endurvinnslustöð Pure North við Sunnumörk í Hveragerði í gærkvöldi.

Annar var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Neyðarlínan fékk boð um eldinn kl. 22:23 í gærkvöldi og fóru viðbragðaðilar frá Hveragerði og Selfossi á vettvang.

Eldurinn reyndist vera í tækjabúnaði inni í stöðinni og stóð slökkvistarf til klukkan 00:30.

Eldsupptök eru ekki ljós en lögreglan á Suðurlandi rannsakar þau.

Fyrri greinTvö verkefni fengu menningarstyrk
Næsta greinFormaðurinn landaði fyrsta laxi sumarsins