Þung staða á HSU

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þung staða hef­ur verið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel­fossi síðastliðna viku þar sem að Covid-19, nóróveiru­sýk­ing og RS-veir­an hafa m.a. verið að ber­ast í sjúk­linga.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Átta sjúk­ling­ar voru í ein­angr­un í byrj­un mánaðar og þurfti að setja á tíma­bundið heim­sókn­ar­bann til að tak­marka út­breiðslu smita. Þá hafa veik­indi meðal starfs­manna einnig sett strik í reikn­ing­inn.

„Ástandið er búið að vera ansi slæmt uppi á lyflækn­inga­deild­inni á Sel­fossi. Við erum búin að vera með marga í ein­angr­un,“ seg­ir Dí­ana Óskars­dótt­ir for­stjóri Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­lands, í sam­tali við mbl.is.

Frétt mbl.is

Fyrri greinÁhlaup á elleftu stundu gerði út um leikinn
Næsta greinAgnes Fríða nýr stallari í ML