Þrjú smit á Suðurlandi í gær

Á leið í skimun í bílakjallara Kjarnans á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrjú kórónuveirusmit greindust á Suðurlandi í gær, eitt á Selfossi, eitt í Þorlákshöfn og eitt á Flúðum.

Þar með eru 45 manns í einangrun á Suðurlandi í dag og 227 í sóttkví eftir að hafa verið útsettir fyrir smiti. Fjöldi fólks í sóttkví er svipaður og í gær.

Þá eru 155 í skimunarsóttkví eftir að hafa farið í sýnatöku á landamærunum.

Sex greindust með COVID-19 innanlands í gær og var einn utan sóttkvíar við greiningu, að því er fram kemur á covid.is.

Fyrri greinFramrás styrkir hringveginn
Næsta greinSelfyssingar hikuðu og töpuðu