Þrjú slys og Heiðinni lokað

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veginum yfir Hellisheiði var lokað á fjórða tímanum í dag en þrjú umferðarslys urðu á Heiðinni með skömmu millibili, ein bílvelta og tveir árekstrar.

Blindhríð er á veginum og fljúgandi hálka. Einn var fluttur á slysadeild á Selfossi eftir óhöppin á Heiðinni í dag en þar var um að ræða tvær aftanákeyrslur og eina bílveltu að sögn Jóns Þórs Jóhannssonar, varðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.

Vegurinn er ennþá lokaður en viðbragðsaðilar hafa lokið störfum á vettvangi. Umferð er beint um Þrengslaveg en þar eru hálkublettir og skafrenningur.

Fyrri greinSkatan á Þorláksmessu er ómissandi
Næsta greinGul viðvörun á aðfangadag