Þrjú íbúðarhús og eitt fyrirtæki verðlaunuð

Verðlaunahafar í jólaskreytingakeppninni ásamt Gísla H. Halldórssyni, bæjarstjóra. Ljósmynd/Árborg

Í gær voru afhent verðlaun fyrir best skreyttu íbúðarhúsin og fyrirtæki í sveitarfélaginu Árborg.

Það var Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sem afhenti verðlaunin en í ár voru 29 hús og fyrirtæki tilnefnd fyrir bestu jólaskreytingarnar.

Dómarar völdu sigurvegara ársins út frá þeim tillögum sem bárust til sveitarfélagsins. Dómnefndin dæmdi eftir uppsetningu, litasamsetningu, frumleika, stíl og heildaryfirbragði.

Best skreyttu íbúðarhúsin 2018 eru: Lóurimi 1 á Selfossi, Háeyrarvegur 2 á Eyrarbakka og Engjavegur 49 á Selfossi. Best skreytta fyrirtækið er Hársnyrtistofan Mensý.

Keppnin er skipulögð á hverju ári af sveitarfélaginu Árborg í samstarfi við nokkur fyrirtæki í Árborg og þakkar sveitarfélagið þeim kærlega fyrir þeirra framlag.

Fyrirtækin sem studdu keppnina í ár voru Dagskráin, HS Veitur HF, Guðmundur Tyrfingsson, Sjafnarblóm og Litla Garðbúðin, Krónan, Byko, Blómaval, Rúmfatalagerinn, Motivo, Húsasmiðjan, Flying Tiger og Bíóhúsið. Þau lögðu öll til vinninga og/eða annað í tengslum við keppnina.

Mensý á Austurvegi 29. Ljósmynd/Árborg
Lóurimi 1. Ljósmynd/Árborg
Engjavegur 49. Ljósmynd/Árborg
Háeyrarvegur 2. Ljósmynd/Árborg
Fyrri greinHúsleitir á sex stöðum í Rangárvallasýslu – Tveir handteknir
Næsta greinKosning hafin á Sunnlendingi ársins 2018