Þrjú heimili fengu skreytingaverðlaun

Dalsbrún 5 var vinsælasta húsið meðal bæjarbúa. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar efndi til jólaskreytingarkeppni á meðal bæjarbúa fyrr í mánuðinum.

Viku fyrir jól fór svo dómnefnd í leiðangur um bæinn og skoðaði skreytingar bæjarbúa. Að mati nefndarinnar var greinilegt að margir íbúar lögðu metnað í jólaskreytingar á híbýlum sínum.

Viðurkenningar voru svo tilkynntar á jólatónleikunum Hvergerðingar streyma inn jólin þann 18. desember.

Best skreytta húsið er Varmahlíð 15, mest skreytta húsið er Réttarheiði 17 og mest kosna húsið í kosningu bæjarbúa var Dalsbrún 5. Íbúar vinningshúsanna fá gjafabréf í verðlaun.

Réttarheiði 17.
Varmahlíð 15.
Fyrri greinFyrsta bólusetningin á HSU
Næsta greinVelkomin í Ölfusið