Þrír strokupiltar handteknir í Þykkvabænum

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglumenn á Suðurlandi ásamt sérsveit rikislögreglustjóra handtóku í gærkvöldi þrjá pilta sem höfðu stolið bíl og strokið af meðferðarheimilinu Lækjarbakka á Rangárvöllum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í æfingaflugi og aðstoðaði við leitina og fann áhöfn þyrlunnar bifreiðina mannlausa. Piltarnir höfðu þá flúið undan lögreglu á fæti en voru handteknir nokkru síðar.

Vísir greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að piltarnir hafi ógnað starfsmanni á Lækjarbakka og stolið bíl. Þeir hafi síðan verið handteknir í Þykkvabæ þar sem tveir þeirra hafi falið sig í útihúsi enþá þriðji verið handtekinn á öðrum stað.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að málið sé til rannsóknar og ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Barna­vernd­ar­stofa rek­ur meðferðar­heim­ilið að Lækj­ar­bakka og eru ung­menni á aldr­in­um 14 til 18 ára vistuð þar.

Fyrri greinEngin leið að kenna ferðamönnum um hraðakstur
Næsta greinMyndi vilja sitja í með Vatna-Brandi