Þrír staðnir að utanvegaakstri

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrjú mál komu inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku vegna utanvegaaksturs.

Tveimur þeirra hefur verið lokið með sektargerð, annarsvegar ferðamaður sem ók utanvega við Breiðbalakvísl síðastliðinn föstudag og var stöðvaður af vegfaranda þar og hinsvegar erlendur ferðamaður á Breiðamerkursandi við Þröng síðastliðinn miðvikudag.

Þriðja málið er til rannsóknar en þar stóðu landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs erlendan ferðamann að akstri utan vegar við Jökulsárlón.

Fyrri greinStöðvaður eftir hraðakstur: Hafði aldrei keyrt áður í hálku
Næsta greinSelfoss varð af mikilvægum stigum