Þrír ökumenn undir áhrifum í Veiðivötnum

Lögreglan í Landmannalaugum. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglumenn í hálendiseftirliti settu upp eftirlitspóst í Veiðivötnum í gærkvöldi á seinni eftirlitsferð sinni þar þann daginn.

Þrír af þeim ökumönnum sem voru látnir blása í áfengismæli þar reyndust gefa jákvæða svörun en voru undir refsimörkum.

Í gær fór lögreglan einnig í Jökulheima og að Landmannalaugum þar sem skálaverðir hafa að undanförnu þurft að vísa fólki annað vegna hámarks fjölda sem okkur ber að fylgja hvað smitvarnir varðar. Fólk tekur því almennt vel, enda „allir Almannavarnir“.

Í morgun setti lögreglan stefnuna á Nýjadal til að byrja með.

Fyrri greinHulda Dís í Val
Næsta greinAndri Már jafnaði vallarmetið á Hlíðavelli