Þrír mótorhjólamenn kærðir fyrir utanvegaakstur

Lögreglan í hálendiseftirliti. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á Suðurlandi hélt áfram hálendiseftirliti í gær. Lögreglan rannsakaði meðal annars ummerki um utanvegaakstur.

Farið var í Nýjadal á Sprengisandsleið þar sem landverðir slógust í för og voru ummerki um utanvegaakstur í umdæmi lögreglunnar á norðurlandi eystra rannsökuð og gögnum um það komið með rafrænum hætti á þá. 

Síðan var haldið í suðurátt og þrír erlendir mótorhjólamenn stöðvaðir eftir að tilkynnt hafði verið um akstur þeirra utan vegar. Lögreglan ræddi við þá og skoðaði ummerkin sem reyndust minniháttar og verður málið sent ákæruvaldið til afgreiðslu eftir helgina. 

Síðan farið í Veiðivötn og fylgst með umferð þar og voru allir ökumenn til fyrirmyndar.

Í dag er stefnt á Dómadalsleið og í Landmannalaugar með viðeigandi útúrdúrum eftir því sem dagurinn býður uppá.

Fyrri greinAndri Már jafnaði vallarmetið á Hlíðavelli
Næsta greinVarað við vatnavöxtum á Suðurlandi