Þrír létust í flugslysinu

Þrír létust og tveir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús eftir að einkaflugvél skall til jarðar við Múlakot í Fljótshlíð um kl. 20:30 í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að líðan þeirra slösuðu sé stöðug.

Neyðarlínan fékk tilkynningu um flugslys nálægt flugvellinum í Múlakoti um kl. 20:30. Eldur var þá laus í flugvélinni. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga HSU, ásamt tveimur þyrlum Landhelgisgæslunnar fóru á staðinn.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í gangi og ekki verður unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu