Þrír kærðir fyrir að aka ljóslausir

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi kærði 65 ökumenn fyrir að aka of hratt í síðustu viku. Tveir ökumenn eru grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna eða lyfja og aðrir tveir undir áhrifum áfengis.

Fimm ökumönnum var gert að færa ökutæki sitt á næstu skoðunarstöð þar sem lögregla taldi ástandi bílanna áfátt, meðal annars þar sem ökuritar atvinnutækja höfðu ekki verið kvarðaðir.

Þrír voru kærðir fyrir að hafa ekki kveikt á lögboðnum ljósum og aðrir þrír fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur.

Fjórtán umferðarslys voru tilkynnt í liðinni viku, öll án teljandi meiðsla.

Fyrri greinLöggur sungu fyrir lögguna
Næsta grein„Vildi ekki sitja bara á vitneskjunni sjálf“