Þrír í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrír eru í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi í dag. Einn á Selfossi, einn í Þorlákshöfn og einn í Rangárþingi ytra.

Þá eru sjö manns í sóttkví á Suðurlandi, fjórir þeirra í Rangárþingi ytra. Auk þess eru 163 í skimunarsóttkví á Suðurlandi eftir að hafa farið í sýnatöku á landamærunum.

Þetta kemur fram í tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fimm manns greindust með COVID-19 innanlands í gær að því er fram kemur á covid.is. Af þeim voru tveir utan sóttkvíar.

Fyrri greinLóðalottó í Árborg á mánudaginn
Næsta greinÍslandsmet og HSK met á Vormóti HSK