Þrír fluttir með þyrlu eftir tvö vélhjólaslys

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar flutti þrjá vélhjólamenn á Land­spít­al­ann eftir tvö vélhjólaslys á Suðurlandi í dag.

Fyrra slysið varð um klukkan 15 við Búðarháls og það síðara í Hrunamannahreppi kl. 15:45. Þyrlan var á æfingu í nágrenni við fyrri slysstaðinn og var fljót á staðinn en þar voru tveir slasaðir.

Um 45 mínútum síðar barst tilkynning um annað slys í Hrunamannahreppi þar sem einn var slasaður og lenti þyrlan þar á leið frá Búðarhálsi og flutti alla þrjá á Landspítalann.

Morgunblaðið greinir frá þessu en ekki fást upplýsingar um líðan þeirra slösuðu.

Fyrri greinGleðin við völd á sumarkonukvöldi
Næsta greinAlvarlegt umferðarslys í Ölfusinu