Þriggja mánaða svipting fyrir hraðakstur innanbæjar

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi kærði 28 ökumenn fyrir að aka of hratt í umdæminu í síðustu viku.

Af þeim reyndust sex vera á meiri hraða en 130 km/klst á 90 km/klst vegi.

Ökumaður sem ók á 120 km/klst hraða á Suðurhóla á Selfossi situr væntanlega uppi með 180 þúsund króna sekt og þriggja mánaða sviptingu ökuréttar. Leyfður hámarkshraði í Suðurhólunum er 50 km/klst.

Fyrri greinNokkrum tonnum of þungur
Næsta greinGrænar almenningssamgöngur