Þriggja bíla árekstur í Ölfusinu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sex manns voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Suðurlandsvegi skammt frá Sandhóli í Ölfusi laust fyrir hádegi í dag. Meiðsli fólksins reyndust minniháttar.

Þrír bílar lentu í óhappinu og var vegurinn lokaður í rúma tvo klukkutíma á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi.

Vísir greindi fyrst frá slysinu.

Fyrri greinÆgismenn komnir á blað
Næsta greinSnæfríður fyrst undir tvær mínúturnar