Þrettán sækja um starf heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa

Íþróttamiðstöðin á Hellu. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Alls bárust þrettán umsóknir um stöðu heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa hjá Rangárþingi ytra en umsóknarfrestur var til 18. apríl.

Umsækjendurnir eru Ástvaldur Helgi Gylfason, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Díana Gestsdóttir, Eydís Tómasdóttir, Helga Vala Gunnarsdóttir, Ingi Hlynur Jónsson, Magnús Grétar Kjartansson, Magnús Sigurjón Guðmundsson, Ragnar Ævar Jóhannsson, Sandra Sigurðardóttir, Sara Sigurðardóttir, Sindri Snær Bjarnason og Steinunn Björg Hlífarsdóttir.

Verið er að vinna úr umsóknum en umsækjendur verða boðaðir í viðtöl í næstu viku og reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í byrjun maí.

Fyrri greinEmil og Ragnar framlengja
Næsta greinEkki smit í Vallaskóla