Þrettán í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Nú eru 13 einstaklingar í einangrun á Suðurlandi vegna COVID-19, þar af 11 í Árborg.

Í Árborg eru sex í einangrun á Selfossi, þrír á Eyrarbakka og tveir í Sandvíkurhreppi. Einn er í einangrun í Flóahreppi og einn á Hvolsvelli. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá HSU.

Tölur yfir smitaða og þá sem eru í sóttkví á Suðurlandi hafa lækkað talsvert í vikunni en nú er 21 einstaklingur í sóttkví, þar af 12 í Árborg.

Að því er fram kemur á covid.is greindust 11 ný innanlandssmit í gær.