Þrettán í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þrettán manns eru í einangrun í dag á Suðurlandi vegna COVID-19, í þremur sveitarfélögum í Árnessýslu. Tölurnar halda áfram að þokast niður á við síðustu daga.

Sex eru í einangrun í Þorlákshöfn og þar er einn í sóttkví. Fjórir eru í einangrun í Hrunamannahreppi og þar eru einn í sóttkví og á Selfossi eru þrír í einangrun og áttu í sóttkví.

Þar að auki eru fjórir í sóttkví í Rangárþingi ytra, þannig að samtals eru 14 í sóttkví á Suðurlandi.

Þá eru 143 í skimunarsóttkví eftir að hafa farið í sýnatöku á landamærunum.

Þetta kemur fram í daglegum tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Fyrri greinSunnulækjarskóli sigraði í Skjálftanum
Næsta greinHeitavatnslaust í Hveragerði á fimmtudag