Þrenn umhverfisverðlaun veitt í Rangárþingi eystra

Undanfarin ár hafa Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra verið veitt á Kjötsúpuhátíðinni.

Þrátt fyrir að engin sé hátíðin í ár var nauðsynlegt að verðlauna íbúa í sveitarfélaginu fyrir natni og snyrtimennsku á sínu nærumhverfi. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum og í ár barst metfjöldi tilnefninga frá íbúum.

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd velur verðlaunahafana en í ár er snyrtilegasta býlið Skarðshlíð 1 hjá Kolbrúnu Hjaltadóttur og Ólafi Tómassyni, snyrtilegasta fyrirtækið er Skálakot hjá Guðmundi Jóni Viðarssyni og Jóhönnu Þórhallsdóttur og snyrtilegasti garðurinn er í Litlagerði 18 hjá Guðrúnu Ósk Birgisdóttur og Björgvin Bjarnasyni.

Guðrún Ósk í Litlagerði 18. Ljósmynd/hvolsvollur.is
Ólafur og Kolbrún í Skarðshlíð. Ljósmynd/hvolsvollur.is
Fyrri greinÁrni Steinn ekki með í vetur
Næsta greinKFR og Hamar í úrslitakeppnina