Þrengslin og Heiðin opin

Á Hellisheiði. sunnlenska.is/Einar Sindri Ólafsson

UPPFÆRT KL. 15:15: Búið er að opna Hellisheiði í báðar áttir.

——

Þrengslavegur var opnaður aftur eftir lokun gærdagsins á sjöunda tímanum í morgun.

Hellisheiðin er ennþá lokuð, en þar er unnið að mokstri og næstu upplýsingar um opnun koma um kl 14.

Mjög víða í uppsveitum er þæfingsfærð og eitthvað af þungfærum köflum, t.d. við Gullfoss. Snjóþekja er víða á helstu leiðum.

UPPFÆRT KL. 12:00

Fyrri greinTælensk landsliðskona til liðs við Selfoss
Næsta greinSvaf ölvunarsvefni undir stýri